Deildarstjóri - Álfasteinn

Langar þig að vinna þar sem ævintýrin gerast á hverjum degi?

 

Viltu starfa í samfélagi þar sem þú mætir skemmtilegu starfsfólki og börnum, góðum starfsanda og faglegum vinnubrögðum? Ef svarið er já, þá lestu endilega áfram.

 

Leikskólinn Álfasteinn er fjögurra deilda leikskóli á Holtinu. Áherslur í starfi leikskólans Álfasteins er í anda John Dewey´s ásamt því að starfa markvisst með einingakubba Caroline Pratt. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu Hafnarfjarðar http://alfasteinn.leikskolinn.is/

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
 • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
 • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
 • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Brennandi áhugi á að vinna með börnum og í samskiptum við aðra
 • Getu til að mæta óvæntum aðstæðum
 • Hæfni til að hugsa í lausnum
 • Vilja til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka


Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða reynslu af sambærilegum störfum.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Líndal Finnbogadóttir, leikskólastjóri í síma 555-6155, netfang skólans er alfasteinn@hafnarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 24. nóvember 2019.


Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579