Verkefnastjóri fjölmenningar

Hafnarfjarðarkaupstaður auglýsir eftir verkefnastjóra fjölmenningar í 50% stöðu.

Hlutverk verkefnastjóra er að vinna að samþættingu og aðlögun innflytjenda í íslenskt samfélag. Verkefnastjóri skal stuðla að auknum tengslum og auka tækifæri innflytjenda til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Áhersla er á upplýsingagjöf og stuðning við innflytjendur. Verkefnastjórinn heldur utanum fræðslu, kynningar og ráðstefnur um málaflokkinn auk þess að efla tengslanet innflytjenda.

 

Helstu verkefni

 • Gerð kynningar- og upplýsingaefnis fyrir erlenda íbúa.
 • Gerð fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið.
 • Gerð áætlunar um hvernig staðið skuli að móttöku nýrra íbúa.
 • Umsjón og stuðningur við fjölmenningarráð.
 • Undirbúningur fjölmenningarhátíðar.
 • Greina upplýsingar um stöðu innflytjenda í sveitarfélaginu.
 • Starfar samkvæmt stefnumótun stjórnvalda í málaflokknum.
 • Starfar þvert á svið sveitarfélagsins.

 

Menntun og hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Háskólamenntun er kostur.
 • Þekking á málefnum innflytjenda.
 • Reynsla sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af starfsemi sveitarfélaga
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 21. mars n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, rannveig@hafnarfjordur.is 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579