Sumarstarf á skammtímadvöl fyrir fatlað fólk

Skemmtilegt sumarstarf á skammtímadvöl fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði

 

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsmann í sumarstarf í skammtímadvöl fyrir fötluð ungmenni frá 16 ára aldri. Húsnæðið er staðsett er í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar. Í boði er vaktavinna og þarf viðkomandi að geta tekið morgun-, kvöld, nætur- og helgarvaktir.

 

Í boði er:

 • Vaktavinna
 • Spennandi og lærdómsríkt starf
 • Fjölbreytt verkefni

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
 • Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum
 • Virkja þjónustunotendur til ýmissa tómstunda
 • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
 • Sinna heimilisstörfum

 

Hæfniskröfur:

 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
 • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Framtakssemi og samviskusemi
 • Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð
 • Aldursskilyrði gmark 20 ár
 • Íslenskukunnátta skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið veitir; Hrönn Harðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma: 565-2545, netfang: hronnha@hafnarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til 28. mars 2019.

 • Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.isundir laus störf og óskað eftir að ferilskrá fylgi umsókn.

 

 

 

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579