Sérfræðingur í BRÚNA

Laus er til umsóknar starf sérfræðings í BRÚNA í Hafnarfirði.

BRÚIN er ný nálgun í þjónustu við leik- og grunnskólabörn sem Hafnarfjarðarbær hefur þróað síðustu árin. Með BRÚNNI er lögð áhersla á að veita aukna þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra á fyrri stigum með aukinni samvinnu aðila í nærumhverfi barnanna.

 

Um er að ræða 100 % stöðugildi. Starfið felur í sér vinnu að snemmtækri íhlutun í málefnum barna og fjölskyldna í samvinnu við leik- og grunnskóla bæjarins, Fjölskylduþjónustuna og Fræðslu- og frístundaþjónustuna.

 

Um er að ræða brautryðjendastarf hjá sveitarfélaginu og heyrir starfsmaður undir verkefnastjóra BRÚARINNAR. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði leik- og/eða grunnskólakennarafræða, uppeldis- og menntunarfræða eða á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda s.s. sálfræði, þroskaþjálfun eða félagsráðgjöf
 • Framhaldsmenntun æskileg
 • Víðtæk reynsla af starfi með börnum og fjölskyldum
 • Reynsla af vinnu í opinberri stjórnsýslu
 • Þekking á skólastarfi, skóla- og félagsþjónustu
 • Reynsla af vinnu í þverfaglegu teymi
 • Samstarfs- og samskiptahæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
 • Góð íslenskukunnátta og ritfærni, enskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Hulda Björk Finnsdóttir, verkefnastjóri BRÚARINNAR hulda@hafnarfjordur.is, Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu rannveig@hafnarfjordur.is og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu fanney@hafnarfjordur.is 

 

Sótt er um á www.hafnarfjordur.is og óskað er eftir að ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf fylgi með.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2019

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Samkvæmt jafnréttis- og mannréttindastefnu Hafnarfjarðarbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579