Þroskaþjálfi - Heimili fyrir fatlað fólk

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan þroskaþjálfa á heimili fatlaðs fólks, staðsett í Setbergshverfi.

 

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í 60% starfshlutfalli, sem unnið er í vaktavinnu.

Viðkomandi þarf því að vinna kvöld- og helgarvaktir.

 

Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
 • Sinna faglegu starfi í samstarfi og samráði við þjónustunotendur og forstöðumann
 • Virkja þjónustunotendur til ýmissa tómstunda
 • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
 • Sinna heimilisstörfum

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi
 • Íslenskukunnátta skilyrði
 • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og samviskusemi

 

Skilyrði er að vkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma: 565-5344, netfang: matthildurs@hafnarfjordur.is 

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Umsóknarfrestur er til 20. september 2019.

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579