Þroskaþjálfi - Hraunvallaskóli

Hraunvallaskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa

 

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta - samvinna - ábyrgð.

 

Þroskaþjálfi er hluti af sérkennsluteymi skólans og vinnur með nemendum með sértæk þroskafrávik í samstarfi við umsjónarkennara og sérkennara. Starfshlutfall er 80-100%.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinnur með nemendum með þroskafrávik. Gerir áætlanir, sinnir þjálfun, vinnur með félagsfærni, aðlagar námsefni og námsaðstæður í samvinnu við umsjónarkennara.
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.

 

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. mars nk.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579