Umsjónarkennari á yngsta stigi - Skarðshlíðarskóli

Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum umsjónarkennurum á yngsta stigi til að taka þátt í uppbygginu á nýjum skóla skólaárið 2019-2020.

 
Í skólanum er lögð áhersla á teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf, góðan námsárangur nemenda og SMT skólafærni. Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrauseigja

Næst haust verður skólinn með nemendur í 1. til 6.bekk. Þegar skólinn verður fullbyggður verða um 450 nemendur í 1. til 10.bekk. Einnig verður íþróttahús, útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fjögurra deilda leikskóli í samtengdu skólahúsnæði.

 

Helstu verkefni:

 • Annast almenna kennslu á yngra stigi
 • Taka þátt í uppbyggingu á nýjum skóla í samvinnu við stjórnendur
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Vinnur samkvæmt stefnu skólans
 • Vinnur að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks

 

Hæfniskröfur:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla
 • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Mjög góð íslenskukunnátta og ritfærni

 

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars nk.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871 / ingibjorg@skardshlidarskoli.is eða Rannveig Hafberg, aðstoðarskólastjóri í síma 6645874 / rannveig@skardshlidarskoli.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. 

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um stöðuna.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579