Umsjónarkennari á miðstigi - Skarðshlíðarskóli

Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum umsjónarkennurum á miðstigi til að taka þátt í uppbygginu á nýjum skóla.

 
Í skólanum er lögð áhersla á teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf, góðan námsárangur nemenda og SMT skólafærni. Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrauseigja

Næsta haust verður skólinn með nemendur frá 1. til 6. bekk. Þegar skólinn verður fullbyggður verða um 450 nemendur í 1. til 10.bekk. Einnig verður íþróttahús, útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fjögurra deilda leikskóli í samtengdu skólahúsnæði.

 

Helstu verkefni:

 • Annast almenna kennslu á miðstigi
 • Taka þátt í uppbyggingu á nýjum skóla í samvinnu við stjórnendur
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Vinnur samkvæmt stefnu skólans
 • Vinnur að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks

 

Hæfniskröfur:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla
 • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Mjög góð íslenskukunnátta og ritfærni

 

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 21.mars nk.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871 / ingibjorg@skardshlidarskoli.is eða Rannveig Hafberg, aðstoðarskólastjóri í síma 6645874 / rannveig@skardshlidarskoli.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. 

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um stöðuna.

 

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579