Umsjónarkennari á miðstigi - Víðistaðaskóli

Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á miðstigi skólaárið 2019 - 2020.


Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum við Hrauntungu og í Engidal. Leiðarljós skólastarfsins eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta sem birtist í öllu starfi skólans. Í skólanum er lögð áhersla á skóla án aðgreiningar og er nám einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fái námsefni og kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur. Unnið er eftir SMT skólafærni. Skólinn er grænfánaskóli og er lögð áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er metnaðarfullt starf með áherslu á skólaþróun og fjölbreytta kennsluhætti.

 

Helstu verkefni:

 • Annast almenna kennslu á miðstigi
 • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni og að grænfánaverkefni
 • Vinnur að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks

 

Hæfniskröfur:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla.
 • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Stundvísi og samviskusemi

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890 eða í hronn@vidistadaskoli.is. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is 

 

 

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars nk.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579