Aðstoðarskólastjóri - Víðistaðaskóli

Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Víðistaðaskóla


Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum við Hrauntungu og í Engidal. Í skólanum eru rúmlega 700 nemendur þar af um 130 í Engidal. Leiðarljós skólastarfsins eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám þannig að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Í skólastarfinu er lögð áhersla á líðan nemenda,skapandi starf og góðan námsárangur. Unnið er eftir SMT skólafærni. Skólinn er grænfánaskóli og er lögð rík áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er metnaðarfullt starf með áherslu á skólaþróun og verið að þróa nýbreytni er varðar upplýsingatækni í skólastarfi.


Staðan er laus frá og með 1. ágúst n.k. Um er að ræða 100% starf. Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari auk annarra gagna er málið varðar. Óskað er eftir að með umsókninni fylgi greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarf og reynslu við stjórnun.


Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra
 • Að vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Hafnarfjarðarbæjar
 • Að koma að skipulagi skólastarfsins í heild
 • Að hafa faglegt utanumhald um skólanámskrárvinnu og starfsáætlun
 • Að koma að vinnu við innra mat á skólastarfi
 • Að vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins


Hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða kennslufræði
 • Farsæl kennslu- og stjórnunarreynsla í grunnskóla æskileg
 • Leiðtogafærni og hæfni til að leiða framsækið skólastarf
 • Samstarfshæfni og góð færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skipulagshæfileikar og hæfni til að leiða verkefni
 • Reynsla af teymisvinnu kostur
 • Þekking og/eða reynsla af SMT-skólafærni æskileg
 • Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri í síma 664 5890, hronn@vidistadaskoli.is 

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579