Leikskólakennari - Norðurberg

Leikskólinn Norðurberg óskar eftir að ráða leikskólakennara. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

 

Leikskólinn Norðurberg er 6 deilda leikskóli í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar dvelja að meðaltali 104 börn og um 32 starfsmenn. Áherslur leikskólans eru: Umhverfismennt og útikennsla (Grænfána leikskóli), Jákvæð samskipti (Að næra hjartað/PMT), Vináttuleikskóli, Hollusta og hreyfing, Snemmtæk íhlutun í málþroska ungra barna og innleiðing á læsi og stærðfræði.

 

Á Norðurbergi er starfsfólk með mikinn metnað fyrir starfi sínu og starfsánægja og starfsandi er góður.

 

Helstu verkefni:

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra.

 

Menntun og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
 • Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð íslenskukunnátta

 

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Borg Harðardóttir leikskólastjóri, annaborg@hafnarfjordur.is eða í síma 664-5851

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 25. apríl 2019

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579