Stuðningsfulltrúi - Áslandsskóli

Áslandsskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa með fjölbreytta hæfileika og áhuga að vinna með börnum

 

Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði.

Skólinn byggir stefnu sína á fjórum stoðum náms og menntunar sem eru:

 • Allar dygðir
 • Hnattrænn skilningur
 • Þjónusta við samfélagið
 • Að gera allt framúrskarandi vel

Í skólanum er unnið með sérstakt skólaheiti:

Ég heiti því að koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig. Ég skal leggja mig fram um að bera virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum.

Skólaheiti Áslandsskóla tekur á meginatriðum mannlegra samskipta. Allir nemendur skólans eiga rétt á því að fá frið til að stunda nám sitt við bestu hugsanlegu aðstæður, innan sem utan veggja skólans.

Í Áslandsskóla er nám einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur.

 

Í Áslandsskóla er unnið eftir SMT skólafærni.

 

Áslandsskóli hóf á yfirstandandi skólaári innleiðingu á notkun Apple Ipad spjaldtölva í 5.-10. bekk skólans og hafa allir nemendur í þeim árgöngum afnot af slíku námstæki. Allir kennarar skólans hafa þegar fengið sín tæki og hafið undirbúning. Nemendur í yngri deild hafa einnig kost á að nýta bekkjarsett með Ipad spjaldtölvum.

Hver árgangur mætir a.m.k. einu sinni í viku í morgunstund á sal og er með lífsleikni hjá umsjónarkennara einu sinni í viku til viðbótar. Morgunstundir eru vettvangur til að vinna með dygðir og stoðir skólans.

 

Kennsla í list- og verkgreinum er eftir svokölluðu lotukerfi. Þannig stunda nemendur nám í ákveðinni námsgrein allt að sex kennslustundir í viku yfir ákveðið tímabil. Að því loknu færast þeir í aðra grein og ný lota hefst.

 

Hnattrænn skilningur spilar stærra og stærra hlutverk í nútíma samfélagi. Kennsla í erlendum tungumálum er þar veigamikið atriði. Nemendur Áslandsskóla stunda nám í ensku frá upphafi skólagöngunnar. Nám í dönsku hefst í 5. bekk. Þá hefur skólinn tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi við erlenda skóla og er nú í slíku samstarfi.

 

Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli.

 

Helstu markmið eru þessi:

 • Vinna með börnum að fjölbreyttum verkefnum í samráði við samstarfsfólk og stjórnendur
 • Stuðningur við börn með sérþarfir
 • Vinna að þróun skóla- og frístundastarfs í samstarfi við samstarfsfólk og stjórnendur
 • Stuðla að velferð og félagslegum þroska barnanna í samstarfi við foreldra, samstarfsfólk og annað fagfólk
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans og frístundaheimilisins

 

Hæfniskröfur:

 • Áhugi á að starfa með börnum
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Reynsla í starfi með börnum æskileg

 

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 21. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Leifur Sigfinnur Garðarsson, skólastjóri, leifur@aslandsskoli.is eða í síma 585 4600.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579