Sálfræðingur

Skrifstofa fræðslu- og frístundarþjónustu Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman sálfræðing til starfa.

Um er að ræða 80% stöðugildi sálfræðings til að vinna með leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Á Skrifstofa fræðslu- og frístundaþjónustu starfar hópur fagfólks sem veitir þjónustu til leik- og grunnskóla bæjarins auk þess að annast stjórnsýslumálefni þeirra hjá sveitarfélaginu.

 

Meginverkefni sálfræðings eru:

 • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar ásamt eftirfylgd mála
 • Námskeiðshald
 • Að veita börnum og foreldrum þeirra fræðslu og ráðgjöf
 • Ráðgjöf og fræðsla fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum bæjarins
 • Teymisvinna með öðrum sérfræðingum fræðslusviðs og fjölskylduþjónustu

 

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur
 • Þekking og reynsla af PMTO-FORELDRAFÆRNI mikilvæg
 • Áhugi á skólastarfi og reynsla af sálfræðistörfum í leik- og grunnskóla
 • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
 • Hæfni í þverfaglegu samstarfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar

Á skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu er lögð er áhersla á samstarf, góðan starfsanda og tækifæri fyrir starfsfólk til að efla sig í starfi.

 

Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

 

Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri stoðþjónustu, Eiríkur Þorvarðarson. Senda má fyrirspurnir á netfangið eirikurth@hafnarfjordur.is. Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is. Með umsóknum skal fylgja starfs- og menntunarskrá (CV) auk greinargerðar um faglegar áherslur í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2019.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579