Bókasafns- og upplýsingafræðingur - Skarðshlíðarskóli

Skarðshlíðarskóli óskar eftir að ráða bókasafns- og upplýsingafræðing í 50 til 70 % starf.

 

Ert þú jákvæður og drífandi bókasafnsfræðingur sem finnst gaman að takst á við áskoranir og vilt þróa bókasafn í takt við nútíma skólastarf? Ef svo er þá erum við að leita að þér!

 
Næsta vetur verðum við með nemendur í 1. til 8. bekk. Við leitum að bókasafns- og upplýsingafræðingi sem er tilbúinn að byggja upp bókasafn við skólann í glæsilegu nýju húsnæði. Við leitum að öflugum leiðtoga sem er skapandi, tilbúinn að hugsa út fyrir rammann og verða leiðandi í mótun starfs á safninu. Viðkomandi þarf að bera ábyrgð á safnkosti skólans, halda utan um innkaup og stýra daglegu starfi. Starfið krefst frumkvæðis, sköpunar- og skipulagshæfileika.

 

Þegar skólinn verður fullbyggður er gert ráð fyrir 450 til 500 nemendum við skólann. Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrauseigja og unnið er með SMT þar sem lögð er áhersla á að styðja við og efla jákvæða hegðun.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stofna og byggja upp bókasafn
 • Halda utan um starfsemi bókasafnsins
 • Skrá og flokka bókakost safnsins
 • Aðstoða nemendur við upplýsingaöflun og bókaval
 • Starfa náið með starfsfólki og veita þeim ráðgjöf
 • Fræðsla um bókasafns- og upplýsingalæsi
 • Þátttaka í lestrarhvetjandi verkefnum
 • Þátttaka í þróunarverkefnum skólans
 • Vinna náið með deildarstjóra UT að uppbyggingu tæknivers

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Brennandi áhugi á starfi með börnum og ungmennum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og skipulagshæfileikar
 • Mjög góð tölvukunnátta

 

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 24. maí nk.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871 / ingibjorg@skardshlidarskoli.is eða Rannveig Hafberg, aðstoðarskólastjóri í síma 6645874 / rannveig@skardshlidarskoli.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. 

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um stöðuna.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579