Umsjónarkennsla á yngsta stigi - Setbergsskóli

Setbergsskóli auglýsir eftir grunnskólakennara í 100% starfshlutfall til að sinna umsjónarkennslu á yngsta stigi.

 

Í Setbergsskóla eru nú um 410 nemendur í 1. til 10. bekk. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi sem býður upp á mikla möguleika til útiveru. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og fjölbreytt námsumhverfi þar sem hver og einn fær að njóta hæfileika sinna. Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vinsemd og grundvallast starf skólans á þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Í Setbergsskóla er starfrækt sérdeild fyrir börn með einhverfu.

 

Helstu verkefni umsjónarkennara:

 • Annast almenna kennslu á yngsta stigi í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Gerir námsáætlanir til nánari útfærslu námskrár fyrir sínar kennslugreinar.
 • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
 • Vinnur eftir stefnu skólans í eineltis- og forvarnarmálum.
 • Er í samstarfi við starfsfólk sérdeildar vegna nemenda með einhverfu.

Menntunar - og hæfnikröfur:

 • Leyfisbréf á grunnskólastigi.
 • Fagleg þekking sem nýtist í starfi.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa með börnum og ungmennum í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Stundvísi og samviskusemi.

 

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir, skólastjóri, í síma 6645880 eða í gegnum netfangið maria@setbergsskoli.is Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.setbergsskoli.is

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2019.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579