Deildarstjóri stoðþjónustu - Hraunvallaskóli

Hraunvallaskóli auglýsir eftir deildarstjóra stoðþjónustu 2019-2020.

 

Skólinn hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Segja má að nemendur hefji skólagöngu sína átján mánaða í Hraunvallaskóla og ljúki henni við sextán ára aldur. Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta - samvinna - ábyrgð.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Skipuleggur og stýrir stoðþjónustu skólans.
 • Er almennum kennurum skólans faglegur ráðgjafi varðandi námsaðstæður, stuðning og skipulag kennslu.
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk.
 • Fylgir eftir gerð einstaklingsnámsskráa og er ráðgefandi aðili við gerð þeirra.
 • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við aðra stjórnendur og samstarfsfólk.
 • Vinnur samkvæmt og tekur þátt í að leiða stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
 • Ýtir undir jákvætt viðhorf til skóla margbreytileikans.
 • Tilfallandi verkefni sem skólastjóri felur viðkomandi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf í grunnskólakennarafræðum.
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum er kostur.
 • Reynsla af skipulagi og sérkennslu er kostur.
 • Mikill áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
 • Uppbyggjandi í samskiptum, ríkur sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Góð hæfni í ræðu og riti á íslensku.

 

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2019.


Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579