Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöð - Öldutúnsskóli

Öldutúnsskóli auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Ölduna

 

Í Öldutúnsskóla eru nemendur í 1. - 10. bekk. Tvær til þrjár bekkjardeildir eru í hverjum árgangi. Í upphafi skólaársins 2018 - 2019 voru nemendur skólans rúmlega 560 í 26 bekkjardeildum.

Skólastarfið einkennist af þremur hornsteinum: Virðing - Virkni - Vellíðan.

 

Félagsmiðstöðin Aldan býr börnum og unglingum í 5. - 10. bekk vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf í húsnæði skólans eftir að hefðbundnum skóla lýkur. Starfið er unnið á grunni unglingalýðræðis og í anda forvarna. Aldan er vettvangur fyrir opið félagsstarf, skipulagða dagskrá, hópastarf og ýmsa viðburði sem starfsfólk framkvæmir með unglingunum.

 

Starfið hentar vel fyrir skólafólk eða fyrir þá sem eru að leita sér að aukavinnu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Mikil samskipti og samvinna við börn og unglinga.
 • Umsjón og framkvæmd dagskrár og ýmissa viðburða.
 • Samstarf við unglinga um framkvæmd viðburða.
 • Stuðningur við frumkvæði ungs fólks.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Stundvísi og samviskusemi.

 

Ráðið er í stöðuna frá 1. september 2019. Nánari upplýsingar um starfið veita Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 eða í gegnum netfangið valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is og/eða Kristján Hans Óskarsson, verkefnastjóri Öldunnar, í síma 664-5712 eða í gegnum netfangið kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is 

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579