Deildarstjóri - Smáralundur

Leikskólinn Smáralundur auglýsir eftir deildarstjóra til starfa í 100 % starf

 

Leikskólinn Smáralundur mun stækka um eina deild í sumar og auglýsir því eftir deildarstjóra.

 

Leikskólinn Smáralundur hefur verið heilsueflandi leikskóli frá árinu 2016. Einkunnarorð skólans eru: Hreyfing, hollusta og vellíðan. Leikskólinn leggur mikla áherslu á daglega hreyfingu og markvisst hreyfiuppeldi. Með því er lagður grunnur að líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð til lífstíðar. Okkar markmið eru að efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur til hreyfingar. Þá stuðlar leikskólinn að heilsusamlegu fæðuvali með fræðslu og góðu framboði á fjölbreyttum mat. Vellíðan birtist í því að ýta undir jákvæða sjálfsvitund og trú á eigin getu.

 

Leikskólinn er í þriggja ára þróunarverkefni í að innleiða Núvitund í leikskólastarfið og erum við að byrja á öðru ári.

Leikskólinn er SMT- skóli

 

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
 • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
 • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
 • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun.
 • Góð færni í samskiptum.
 • Hæfni til að hugsa í lausnum.
 • Getu til að mæta óvæntum aðstæðum.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg.

 

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða reynslu af sambærilegum störfum.

 

Upplýsingar um starfið veitir Inga Fríða Tryggvadóttir leikskólastjóri í síma: 565 4493 eða smaralundur@hafnarfjordur.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Umsóknarfrestur er til og með 4.júní nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579