Frístundaleiðbeinandi í frístundaheimili - Hvaleyrarskóli

Hvaleyrarskóli óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í frístundaheimilið Holtasel.

 

Í Hvaleyrarskóla eru rúmlega 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, kurteisi og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.

 

Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar og byrjendalæsis ásamt áherslu á skák- og danskennslu.

 

Frístundaheimilið Holtasel býður uppá fjölbreytt tómstundastarf fyrir nemendur í 1. - 4. bekk í Hvaleyrarskóla eftir að daglegum skólatíma lýkur. Opnunartími er frá kl. 13:00 til 17:00 á virkum dögum. Í frístundaheimilinu kynnast börnin hinum ýmsu tómstundum. Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi m.a. með útiveru, spilum og föndurefni.

 

Um er að ræða 50% starf, þar sem vinnutími er frá 13 - 17 alla virka daga.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Mikil samskipti við börn og regluleg samskipti við foreldra.
 • Umsjón með leiksvæðum og útisvæði.
 • Framkvæmd daglegrar dagskrár.
 • Vinna að þróun frístundastarfs í samstarfi við samstarfsfólk og stjórnendur.
 • Stuðla að velferð og félagslegum þroska nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu frístundaheimilisins og skólans.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur.
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Stundvísi og samviskusemi.
 • Gott vald á íslensku.

 

Umsækjandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst. Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, kristinn@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5833 eða Svandís Roshni Guðmundsdóttir, deildarstjóri, svandisg@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5778.

 

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.


Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 12.ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað skriflega þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579