Frístundaleiðbeinandi - Hraunvallaskóli

Hraunvallaskóli auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda fyrir frístundaheimilið Hraunsel


Hraunsel er frístundaheimili fyrir nemendur í 1. - 4. bekk Hraunvallaskóla. Um er ræða 50% starf. Vinnutími í Hraunseli er frá kl. 13 - 17 alla virka daga.

 

Skólinn hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Segja má að nemendur hefji skólagöngu sína átján mánaða í Hraunvallaskóla og ljúki henni við sextán ára aldur. Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga.. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta - samvinna - ábyrgð. Hraunsel er frístundaheimili fyrir nemendur í 1. - 4. bekk Hraunvallaskóla. Þar gefst foreldrum kostur á að lengja viðveru barna sinna eftir að skólastarfi lýkur eftir þörfum hvers og eins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Áhugi á að vinna með börnum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Nánari upplýsingar veitir Lars Jóhann Imsland skólastjóri í síma 590-2800.

 

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 28. ágúst2019.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579