Þroskaþjálfi - Hvammur

Leikskólinn Hvammur auglýsir eftir þroskaþjálfa eða leikskólasérkennara

 

Leikskólinn er sex deilda skóli sem starfar í anda Hjallastefnu. Í boði er fjölbreytt starf með börnum í skemmtilegu umhverfi.

 

Helstu verkefni:

 • Vinna með nemendum með þroskafrávik. Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við sérkennslustjóra
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
 • Stuðla að almennri velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk

 

Hæfniskröfur:

 

 • Þroskaþjálfa- eða leikskólakennaramenntun
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Reynsla af teymisvinnu æskileg
 • Samskipta- og samstarfshæfni
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Ásta María Björnsdóttir leikskólastjóri, astamaria@hafnarfjordur.is eða Þóra Kristjana Einarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, thorae@hafnarfjordur.is eða í síma 565 0499.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands eða Félags leikskólakennara.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2019

 

Ef ekki fæst þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari í starfið kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579