Umsjónarkennari - Fjölgreinadeild í Menntasetrinu við Lækinn

Viltu vera með okkur að byggja upp og þróa fjölbreytt úrræði fyrir nemendur í Hafnarfirði með fjölþættan vanda

 

Skrifstofa fræðslu- og frístundarþjónustu auglýsir eftir kröftugum og jákvæðum umsjónarkennara sem vill taka þátt í spennandi verkefni á vegum Skrifstofu fræðslu- og frístundarþjónustu. Um er að ræða vinnu við úrræði fyrir nemendur með fjölþættan vanda sem styður við árangursríkt nám og skólagöngu nemenda. Starfsstöðin verður í Menntasetrinu við Lækinn.

 

Umsækjendur þurfa að hafa þekkingu og reynslu af vinnu með nemendum með ólíkar þarfir, hafa leiðtogahæfileika, góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Fjölbreytt nálgun í kennslu og umsjón með nemendum í samvinnu við aðra kennara, stoðþjónustu og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við skólaþjónustu.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Taka þátt í stefnumótunarvinnu.

 

Hæfniskröfur

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Menntun og hæfni til að vinna með börnun.
 • Faglegur metnaður.
 • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum.
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Reynsla og þekking á skóla- og frístundastarfi.

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Við ráðningu er gerð krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Launakjör eru samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Helga Ólafsdóttir sérkennslufulltrú fræðslu- og frístundarþjónustu; thordishelga@hafnarfjordur.is eða Eiríkur Þorvarðarson deildarstjóri skólaþjónustu; eirikurth@hafnarfjordur.is

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579