Stuðningsfulltrúi í Bjarg - Hvaleyrarskóli

Hvaleyrarskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í Bjarg, deild fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd, 70% starf,skólaárið 2019-2020.

 

Í Hvaleyrarskóla eru rúmlega 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, kurteisi og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Styður nemendur Bjargs í námi og leik.
 • Vinnur náið með stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Uppeldismenntun æskileg.
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg.
 • Mikill áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
 • Uppbyggjandi í samskiptum, ríkur sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Lipurð og jákvæðni í samskiptum.

 

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, kristinn@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5833 eða Anna Rós Bergsdóttir, deildarstjóri, annaros@hvaleyrarskoli.is í síma 898 4284. Sími skólans er 565 0200. Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.


Umsóknarfrestur er til og með 23. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað skriflega þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579