Skólaliði - Öldutúnsskóli

Öldutúnsskóli auglýsir eftir skólaliða í 50 - 70% starf

 

Í Öldutúnsskóla eru nemendur í 1. - 10. bekk. Tvær til þrjár bekkjardeildir eru í hverjum árgangi. Í upphafi skólaársins 2018 - 2019 voru nemendur skólans rúmlega 560 í 26 bekkjardeildum.

Skólastarfið einkennist af þremur hornsteinum: Virðing - Virkni - Vellíðan.

 

Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus og Grænfánans.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ganga- og frímínútnavarsla.
 • Mikil samskipti við börn og regluleg samskipti við foreldra.
 • Umsjón með leiksvæðum og útisvæði.
 • Aðstoða nemendur á ýmsan máta, huga að líðan og öryggi þeirra.
 • Fylgd í íþróttir og sund.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans í Olweus, Grænfánanum og SMT skólafærni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Stundvísi og samviskusemi.

 

Ráðið er í stöðuna frá ágúst 2019. Nánari upplýsingar um starfið veita Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 eða í gegnum netfangið valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní nk.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579