Leikskólakennari - Álfasteinn

Langar þig að vinna þar sem ævintýrin gerast á hverjum degi?

 

Viltu starfa í samfélagi þar sem þú mætir skemmtilegu starfsfólki og börnum, góðum starfsanda og faglegum vinnubrögðum? Ef svarið er já, þá lestu endilega áfram.

 

Leikskólinn Álfasteinn leitar eftir leikskólakennara eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki til starfa.

 

Í leikskólanum Álfasteini bjóðum við upp á; Húmor, jákvæðni, umhyggjusemi og fjölbreytt starfsumhverfi. Jafnframt bjóðum við upp á líflegar umræður, samstöðu og metnaðarfullt fagstarf. Okkar markmið er að verða framúrskarandi leikskóli. Langi þig að vera þátttakandi með okkur, þá leitum við eftir þér!


Helstu verkefni:

 • Sinna skapandi og fjölbreyttum verkefnum með leikskólabörnum
 • Útivera og útikennsla
 • Stuðla að almennri velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
 • Taka þátt í að skapa gott andrúmsloft í starfsmanna og barnahópnum

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Brennandi áhugi á að vinna með börnum og í samskiptum við aðra
 • Getu til að mæta óvæntum aðstæðum
 • Hæfni til að hugsa í lausnum
 • Vilja til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
 • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi

 

Leikskólinn Álfasteinn er fjögurra deilda leikskóli á Holtinu. Áherslur í starfi leikskólans Álfasteins er í anda John Dewey´s ásamt því að starfa markvisst með einingakubba Caroline Pratt. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu Hafnarfjarðar http://alfasteinn.leikskolinn.is/

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Líndal Finnbogadóttir, leikskólastjóri í síma 555-6155, netfang skólans er alfasteinn@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 23. ágúst 2019.


Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579