Leikskólakennari - Bjarkalundur

Leikskólinn Bjarkalundur auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst.

Leikskólinn Bjarkalundur lítur til starfsaðferða Reggio Emilia, með áherslu á flæði, hreyfingu, snemmtæka íhlutun og læsi. Gildi skólans eru samvinna, umhyggja og virðing.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra

Hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Þekking á starfsaðferðum Reggio Emilia æskileg
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunátta

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Telma Ýr Friðriksdóttir leikskólastjóri, telmayr@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að hafa samband í s: 555-4941.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

 

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2019

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579