Þroskaþjálfi - Setbergsskóli

Setbergsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa

 

Setbergsskóli tók til starfa haustið 1989. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi sem býður upp á mikla möguleika til útiveru. Í skólanum eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og fjölbreytt námsumhverfi þar sem hver og einn fær að njóta hæfileika sinna. Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vinsemd. Grundvallast starf skólans á þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun.

 

Í Setbergsskóla er sérdeild fyrir börn með einhverfu. Sérdeildin starfar eftir hugmyndafræði TEACCH sem felur í sér skipulagða kennslu sem virkjar sjálfstæði einstaklingsins.

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Vinna með nemendum með þroska- og hegðunarfrávik
 • Starfið felur í sér ábyrgð á velferð barna
 • Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við kennara og deildastjóra
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
 • Stuðla að almennri velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á svið þroskaþjálfunar og starfsleyfi til að vinna sem slíkur
 • Reynsla af vinnu með börnum
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Stundvísi og samviskusemi

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir, skólastjóri, í síma 664-5880, maria@setbergsskoli.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2019.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579