Frístundaleiðbeinandi í Vitann - Lækjarskóli

Félagsmiðstöðin Vitinn í Lækjarskóla óskar eftir að ráða starfsfólk sem hefur áhuga á að vinna með unglingum í 5.-10. bekk.

Um er að ræða hlutastörf seinnipartinn og á kvöldin virka daga.


Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Tekur þátt í að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við börn og unglinga sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni
 • Tryggir öryggi og vellíðan barna, skapar andrúmsloft sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum vinnubrögðum
 • Leitast við að ná til þeirra barna og unglinga sem ekki stunda heilbrigt tómstundarstarf eða teljast til áhættuhóps

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði


Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigmar Ingi Sigurgeirsson deildarstjóri tómstundamiðstöðvarinnar, sigmaringi@hafnarfjordur.is eða Arna Björný Arnardóttir, arna@laekjarskoli.is, sími 555-0585.

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2019.


Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579