Skólaliði í íþróttahús - Setbergsskóli

Setbergsskóli auglýsir eftir skólaliða í íþróttahús - baðvarsla drengja

 

Setbergssskóli óskar eftir að ráða skólaliða í 100% starfshlutfall við íþróttahús skólans. Meginverkefni er baðvarsla drengja og ræstingar. Auk annarra tilfallandi verkefna svo sem að aðstoða starfsfólk tómstundamiðstöðvar við ýmis verkefni sem varða sameiginleg not á húsnæði.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Baðvarsla í íþróttahúsi Setbergsskóla.
 • Aðstoða nemendur, fylgjast með, huga að líðan þeirra og öryggi.
 • Almenn ræsting/þrif eftir þar til gerðri áætlun, halda húsnæði snyrtilegu.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa jákvætt andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
 • Önnur tilfallandi verkefni. 

 

 

Hæfniskröfur:

 • Mikill áhugi á starfi með börnum.
 • Mikill sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Stundvísi og samviskusemi.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir skólastjóri, í síma 565-1011, maria@setbergsskoli.is.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2019.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579