Þroskaþjálfi - Stekkjarás

Leikskólinn Stekkjarás auglýsir eftir þroskaþjálfa


Leikskólinn Stekkjarás er 8 deilda leikskóli með um 170 nemendur. Hann starfar eftir starfsaðferðum Reggio Emilia. Áhersla er lögð á skapandi starf, útinám og læsishvetjandi umhverfi og er starfið í stöðugri þróun. Einkunnarorð leikskólans eru "hugmyndir barnsins eru verkefni dagsins".

 


Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Vinnur að uppeldi og menntun barna með sérþarfir
 • Skipulegga sérkennslu í samvinnu við sérkennslustjóra og deildastjóra

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun
 • Reynsla af uppeldi og kennslustörfum með börnum með sérþarfir æskileg
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður


Ef ekki fæst þroskaþjálfi í starfið kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun á háskólastigi.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Alda Agnes Sveinsdóttir, leikskólastjóri, í síma 517 5920 eða 664 5862.

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 20. september 2019.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579