Deildarstjóri leikskóla - Hraunvallaskóli

Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða deildarstjóra í leikskóla. Um er að ræða fullt starf.

 

Hraunvallaskóli er leik- og grunnskóli. Skólinn leggur áherslu á samvinnu, vináttu og ábyrgð sem á að endurspegla allt starf skólans og er undirstaða náms við allar daglegar aðstæður.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
 • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
 • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
 • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni  


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Færni í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunnátta

 

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

 

Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Hjaltadóttir leikskólastjóri gudbjorgh@hraunvallaskoli.is og Guðmundína M. Hermannsdóttir aðstoðarleikskólastjóri munda@hraunvallaskoli.is í síma 590-2881 eða 5902882

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2019

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um stöðuna.

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579