Leikskólakennari - Skarðshlíðarleikskóli

Ert það þú sem við leitum að?

 

Nýr leikskóli í Hafnarfirði óskar eftir leikskólakennurum.

Skarðshlíðarleikskóli er fjögurra deilda skóli, staðsettur að Hádegisskarði 1.

 

Hugmyndafræðilegur grunnur skólans tekur mið af lærdómssamfélagi (e. Professional Learning Community) þar sem allir læra saman og áhersla lögð á virka þátttöku við að þróa öflugt skólastarf. Við leggjum áherslu á lýðræði, frumkvæði og lífsgleði í daglegum samskiptum og að auka leikni og færni barnanna í gegnum leikinn. Stefna skólans tekur mið af Fjölgreindakenningu Howards Gardners og Uppeldi til ábyrgðar.

 

Þar sem þetta er nýr leikskólinn færð þú gullið tækifæri til að taka þátt í að móta námskrá leikskólans, búa til hefðir og starfa í nánu samstarfi við grunnskóla, tónmenntaskóla, íþróttahús og bókasafn, því við verðum öll í sömu byggingunni. Við leggjum áherslu á að skapa góðan starfsanda þar sem allir fá að njóta sín og leggja sitt að mörkum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra


Menntun- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
 • Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
 • Reynsla af starfi með börnum
 • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 27. september 2019.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristjánsdóttir leikskólastjóri, berglindkrist@hafnarfjordur.is eða í síma 527-7380 / 664-5802.

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um stöðuna.

 

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579