Matreiðslumaður - Norðurberg

Leikskólinn Norðurberg óskar eftir að ráða matreiðslumann til starfa í 80% starfshlutfall

 

Ef ekki fæst faglærður matreiðslumaður í starfið, kemur til greina að ráða einstakling sem býr yfir góðri starfsreynslu á sviði matreiðslu.

Viðkomandi yrði þá ráðinn inn sem matráður.

 

Leikskólinn Norðurberg er 6 deilda leikskóli í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar dvelja að meðaltali 104 börn og um 30 starfsmenn. Áherslur leikskólans eru: Umhverfismennt og útikennsla (Grænfána leikskóli), Jákvæð samskipti (Að næra hjartað/PMT), Vináttuleikskóli, Hollusta og hreyfing, Snemmtæk íhlutun í málþroska ungra barna og innleiðing á læsi og stærðfræði.

 

Á Norðurbergi er starfsfólk með mikinn metnað fyrir starfi sínu og starfsánægja og starfsandi er góður.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Matreiðslumaður skal framleiða holla og næringarríka fæðu þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttan mat sem stuðlar að vexti og þroska barnanna
 • Ábyrgð á rekstri mötuneytis leikskólans og matseld
 • Eldar samkvæmt sameiginlegum matseðlum leikskóla Hafnarfjarðar
 • Sér um innkaup fyrir mötuneyti skólans og að innkaup og skipulagning séu hagkvæm og innan ramma fjárheimilda
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Gerð er krafa um matreiðslumenntun
 • Góð reynsla af starfi á sviði matreiðslu
 • Góð þekking á næringarfræði og rekstri mötuneyta
 • Samskipta- og samstarfshæfni
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Sigurborg Harðardóttir, leikskólastjóri í síma 555-3493, annaborg@hafnarfjordur.is 

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 30. október 2019.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579