Leikskólakennari - Norðurberg

Leikskólinn Norðurberg auglýsir eftir leikskólakennurum í fullt starf.

 

Leikskólinn Norðurberg er 6 deilda leikskóli í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar dvelja að meðaltali 104 börn og um 32 starfsmenn.

 

Áherslur leikskólans eru:

- Umhverfismennt og útikennsla (Grænfána leikskóli),

- Jákvæð samskipti (Að næra hjartað/PMT),

- Vináttuleikskóli,

- Hollusta og hreyfing,

- Snemmtæk íhlutun í málþroska ungra barna og innleiðing á læsi og stærðfræði.

 

Á Norðurbergi er starfsfólk með mikinn metnað fyrir starfi sínu og starfsánægja og starfsandi er góður.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna,
  þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
 • Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð íslenskukunnátta

 

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Borg Harðardóttir leikskólastjóri, annaborg@hafnarfjordur.is eða í síma 664-5851

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.

 

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 30. október 2019.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579