Leikskólinn Hlíðarberg óskar eftir að ráða metnaðarfullan deildarstjóra
Leikskólinn Hlíðarberg er 5 deilda leikskóli í Setbergshverfi. Þar dvelja 108 börn og starfmenn eru um 30. Starfið tekur mið af leikskólastarfi í anda Reggio Emilia þar sem sköpun er stór áhersluþáttur. Einnig er unnið með SMT-skólafærni og hreyfingu. Leikskólinn fékk grænfána á haustdögum 2014.
Einkunnarorð leikskólans eru Hreyfing , sköpun og vellíðan.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
- Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
- Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun
- Færni í samskiptum
- Góða tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Nánari uppýsingar um starfið veitir Ólafía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, olafia@hafnarfjordur.is, í síma 578-4309.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 12. desember 2019.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.