Frístundaleiðbeinendur - Áslandsskóli

Tómstundamiðstöð Áslandsskóla óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinendur í 50% starf

 

Vinnutími er 13:00-17:00.

Við óskum eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og áhuga á að vinna með börnum og unglingum í tómstundamiðstöð skólans. Undir tómstundamiðstöð skólans falla bæði frístundaheimilið Tröllaheimar og félagsmiðstöðin Ásinn.

 

Tómstundastarf hefur mikil áhrif á félagsþroska barna og unglinga, það er vettvangur þar sem þau æfa sig í vináttu og samskiptum. Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar gefa börnum fastan samastað fyrir starf og leik og er staður þar sem börn og unglingar eru í fyrirrúmi. Þar er hlustað á þau, talað við þau og ekki síst er pláss fyrir tilfinningar þeirra. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Tómstundamiðstöðin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barna og unglinga til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Starfsmenn í tómstundamiðstöðvum þurfa að vera sterkir í mannlegum samskiptum, vera fyrirmyndir í starfi sem og utan þess. Enn fremur er lögð áhersla á að starfsmenn tómstundamiðstöðva hafi fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn.

 

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði

 

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Nánari upplýsingar veitir Særós Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar Áslandsskóla, saeros@hafnarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 20. nóvember 2019.

Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar eru karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störf á frístundaheimilum.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579