Skólaliði í 50% starf - Skarðshlíðarskóli

Skarðshlíðarskóli óskar eftir að ráða skólaliða í 50% starf fyrir skólaárið 2019 - 2020.

 

Í skólanum er lögð áhersla á teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf, góðan námsárangur nemenda og SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styðja við og efla jákvæða hegðun. Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrauseigja. Í vetur eru 215 nemendur í 1. til 8. bekk. Þegar skólinn verður fullbyggður verða um 450 nemendur í 1. til 10.bekk. Einnig verður íþróttahús, útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fjögurra deilda leikskóli í samtengdu skólahúsnæði.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Tekur á móti nemendum í upphafi skóladags.
 • Sinnir frímínútnagæslu, fygld og gæslu í daglegu skólastarfi
 • Starfa í matsal skólans í hádegi
 • Jákvæð hvatning í anda SMT-skólafærni
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og aðra starfsmenn skólans
 • Aðstoða nemendur á ýmsan máta, huga að líðan og öryggi þeirra
 • Önnur verkefni sem til falla

 

Hæfniskröfur:

 • Góð íslenskukunnátta
 • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
 • Uppbyggjandi í samskiptum, ríkur sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Stundvísi og samviskusemi

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871 / ingibjorg@skardshlidarskoli.is eða Rannveig Hafberg, aðstoðarskólastjóri í síma 6645874 / rannveig@skardshlidarskoli.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 22.nóvember. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579