Mannauðsráðgjafi

Viltu byggja upp jákvætt starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi?

 

Hafnarfjarðarbær óskar eftir öflugum og metnaðarfullum mannauðsráðgjafa til starfa. Mannauðsráðgjafi er hluti af mannauðsteymi sem veitir ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar.

 

Mannauðsdeild hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Hafnarfjarðarbæjar, umsjón og eftirlit með framkvæmd mannauðsstefnu og vinnur að margs konar þróunarverkefnum á sviði mannauðsmála.

 

Við bjóðum uppá fjölbreytt og krefjandi störf í metnaðarfullu starfsumhverfi, þar sem hæfileikar starfsmanna fá notið sín.

 

Helstu verkefni:

 • Ráðgjöf varðandi mannauðsmál til stjórnenda og starfsmanna
 • Ráðgjöf varðandi starfsmat
 • Ráðgjöf og aðstoð við ráðningar í samstarfi við stjórnendur
 • Umsjón og ráðgjöf varðandi auglýsingar um laus störf
 • Umsjón með fræðslu og símenntunarmálum

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur
 • Starfsreynsla á sviði mannauðsmála er æskileg
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Framkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni í vinnubrögðum
 • Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar, þekking á H3 mannauðskerfi kostur

 

Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni, sköpunargleði og hraða í vinnubrögðum.

 

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt gildandi kjarasamningi.

 

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, á netfangið gudrunth@hafnarfjordur.is

 

Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. 

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2019.

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um stöðuna.

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579