Vinnuskóli fyrir ungmenni fædd 2003

Mikilvægt er að þú veljir starf sem á við þinn aldur. Það er ábyrgð umsækjanda að velja rétt.

 

Jafningjafræðslan/Competo

Í Jafningjafræðslunni starfa ungmenni við að fræða starfsmenn Vinnuskólans á aldrinum 13 - 16 ára um ýmis málefni. Hugtakið jafningjafræðsla felur í sér að "ungur fræðir ungan". Markmið Jafningjafræðslunnar er að stuðla að jákvæðum og góðum samskiptum, þar sem fólk kemur fram við hvert annað af virðingu og skilningi.

 

Listahópur

Listahópur Vinnuskólans hefur á undanförnum árum orðið mikilvægur þáttur í menningalífi Hafnarfjarðar. Ungmennin sinna nokkrum stórum viðburðum líkt og móttöku skemmtiferðaskipa, sýna skemmtiatriði á þjóðhátíðardaginn og fleira.

 

Almennir hópar

Almennir hópar sjá helst um garðyrkju, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum bæjarins. Aðra vikuna er unnið frá kl. 9-12 og vikuna á móti frá kl. 13-16. Ekki er unnið á föstudögum.

 

Tómstund

Tómstund er með námskeið fyrir börn sem voru að ljúka 4. til 7.bekk. Unglingar í 10.bekk geta sótt um starf við að aðstoða á námskeiðunum. Frekari upplýsingar um Tómstund er að finna á http://fristund.is/namskeid/tomstund-fyrir-4-7-bekk

 

Skógrækt

Skógræktin Þöll er gróðrarstöð þar sem helstu trjátegundir eru ræktaðar. Unglingar í 9. til 10.bekk geta sótt um störf hjá Þöll. Frekari upplýsingar um Þöll er að finna á http://skoghf.is/tholl/24

 

Leikjanámskeið

Leikjanámskeið eru starfrækt í öllum frístundaheimilum bæjarins í sumar. Námskeiðin hefjast 11. júní og standa flest yfir til 5. júlí. Á leikjanámskeiðum er meðal annars farið í fjölbreytta leiki, göngu- og hjólaferðir. Unglingar hafa tækifæri til að sækja um að fá að aðstoða á þessum leikjanámskeiðum í sumar.

 

Íþrótta- og tómstundafélög

Íþrótta- og tómstundafélög innan bæjarins bjóða ungmennum sumarstörf í gegnum Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Félögin halda úti námskeiðum fyrir yngri börn og unglingarnir aðstoða á þeim námskeiðum. Félögin velja sjálf sumarstarfsfólk sitt úr þeim umsóknum sem berast Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

 

Leikskólar

Samstarf hefur á undanförnum árum skapast á milli Vinnuskóla Hafnarfjarðar og leikskóla bæjarins. Unglingar sem eru að ljúka 10.bekk eru í forgangi í þau störf sem þar bjóðast. Markmið með samvinnunni er að efla þekkingu unglinga á því mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum.

 

Grænfáninn

Grænfáninn er hluti af alþjóðlega verkefninu Skólar á grænni grein. Markmið verkefnisins er að mennta unglinga í sjálfbærni og umhverfisvernd. Vinnuskólinn vinnur að því með græn fána verkefninu að fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda og annarra samstarfmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára.

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 31. maí 2019.

Deila starfi
 
  • Hafnarfjarðarbær
  • Ráðhús Hafnarfjarðar
  • Strandgötu 6
  • 220 Hafnarfjörður
  • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
  • Fax 585 5509
  • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
  • Kennitala 590169-7579