Þjónustufulltrúi í stuðnings- og stoðþjónustu

side photo

Þjónustufulltrúi í stuðnings- og stoðþjónustu

 

Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa um 2000 manns. Áhersla er lögð á að hjá sveitarfélaginu starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.

Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar óskar að ráða ábyrgan og metnaðarfullan þjónustufulltrúa í stuðnings- og stoðþjónustu.

 

Starfið snýst um að veita notendum upplýsingar um þjónustu sem í boði er og kemur umsóknum í réttan farveg. Auk þess að hafa umsjón með verkefnum sem lúta að utanumhaldi starfsmanna stuðningsþjónustu og undirbýr ráðningarsamninga.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ritari fjölskylduráðs og stuðnings- og stoðþjónustuteymis
  • Móttaka umsókna um akstursþjónustu fatlaðs fólks og eldri borgara
  • Sér um samningagerð vegna stuðningsþjónustu
  • Utanumhald og skráning upplýsinga um akstursþjónustu
  • Utanumhald um tímavinnustarfsmenn og biðlista eftir stuðningsþjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð íslenskukunnátta og ritfærni
  • Góð tölvukunnátta
  • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum

Upplýsingar um starfið veitir Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu (sjofng@hafnarfjordur.is) eða í síma 585 5500.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og STH.

 

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2020

Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.

 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.