Starfsmaður í 100% starf - Hæfingarstöðin Bæjarhrauni

side photo

Hafnarfjarðarbær óskar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf á Hæfingarstöðina að Bæjahrauni 2. Þar fer fram þjónusta við fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lögð er áhersla á skipulagða vinnu í grunn- og skynörvun annarsvegar og hinsvegar eflingu og stuðning í notkun óhefðbundinna tjáskipta, ávallt með áherslu á nýjustu tjáskiptatölvur og stýribúnað við þær. Um er að ræða fjölbreytt, lærdómsríkt og framsækið starf. Um er að ræða 100% starf, vinnutíma frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Taka þátt í þjónustu og daglegu starfi með þjónustunotendum, með áherslu á skynörvun annars vegar og að auka færni í óhefðbundnum tjáskiptum hins vegar
 • Framfylgja árlegri starfsáætlun og einstaklingsmiðuðum áætlunum
 • Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda
 • Tileinka sér fræðsluefni um hugmyndafræði og nálgunarleiðir sem stuðst er við
 • Erlent samstarf með áherslu á aukna þekkingu
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Hæfniskröfur eru:

 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Jákvætt viðmót og þar með rík þjónustulund
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
 • Frumkvæði og þolinmæði
 • Samviskusemi og samstarfsvilji
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólk

Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.

Frekari upplýsingar veitir Halla Harpa Stefánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, hallaharpa@hafnarfjordur.is

eða í síma 565-0446.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins