Starfsmaður í frístundaklúbb fyrir fatlað fólk - Vinaskjóli

side photo

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann til starfa í frístundarúrræð fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Þar sem ungmenni upplifa hinar ýmsu tómstundir og félagskap af öðrum ungmennum. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.

Um er að ræða spennandi hlutastarf á virkum dögum sem hentar vel skólafólki, opið er frá klukkan 13-17.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veita ungmennum stuðning við athafnir daglegs lífs.
 • Fylgja eftir áætlunum og verklagsreglum.
 • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd.
 • Virkja þjónustunotendur til ýmissa tómstunda.
 • Stuðla að velferð og félagslegum þroska ungmennanna.
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntun- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
 • Frumkvæði og samviskusemi
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
 • Íslenskukunnátta skilyrði

Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar eða Verkalýðsfélagið Hlíf.

Frekari upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Magnúsdóttir, forstöðumaður, gudbjorg@hafnarfjordur.is eða Sandra Björk Halldórsdóttir, verkefnastjóri, sandrabjork@hafnarfjordur.is eða í gegnum sími 565-5100.

Umsóknarfrestur er til og með 20. Október 2021

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.

Vakinn er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.