Liðveisla í tímavinnu

Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmenn í liðveislu. Starfið er unnið í tímavinnu. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.

Meginmarkmið liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga með fötlun og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veita félagslegan stuðning
 • Virkja notanda til þátttöku í samfélaginu
 • Fylgja og hvetja notanda í íþróttaiðkun
 • Veita leiðsögn og ráðgjöf og taka þátt í félagsmótun
 • Leiðbeinir notanda í daglegu lífi við að auka færni og sjálfstæði
 • Að nota óhefðbundin tjáskipti
 • Að veita persónulega þjónustu
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsþjálfun, starfsreynsla eða námskeið
 • Reynsla af störfum með fatlað fólk
 • Reynsla af störfum með jaðarhópa í samfélaginu
 • Samskiptafærni, frumkvæði og sjálfstæði
 • Tölvufærni
 • Góð íslenskukunnátta
 • Jákvætt viðhorf til fatlaðs fólks og jaðarhópa í samfélaginu
 • Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri.

Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu.

Upplýsingar um starfið veitir Erna Aradóttir ernaar@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5500.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 1. febrúar 2022.

Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar (STH).

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Deila starfi
 
 • Ráðhús Hafnarfjarðar, Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Þjónustuver 585 5500
 • Hafðu samband
 • Kennitala 590169-7579