Þroskaþjálfi - Arnarhraun

Þroskaþjálfi óskast til framtíðarstarfa á búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

 

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan þroskaþjálfa á setukjarna fatlaðs fólks, staðsett miðsvæðis í Hafnarfirði. Starfshlutfall er 80% og er unnið í vaktavinnu og því þarf viðkomandi að geta unnið á kvöld- og helgarvöktum. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veitir þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
 • Sinnir faglegu starfi í samstarfi og samráði við þjónustunotendur og forstöðumann s.s. gerð þjónustuáætlana, skipulagi, skráningu og öðru.
 • Virkjar þjónustunotendur til ýmissa tómstunda
 • Sinnir heimilisstörfum
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi
 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólk
 • Samstarf- og skipulagshæfileikar
 • Samviskusemi, þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
 • Íslenskukunnátta skilyrði

 

Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir, Arna Björg Arnardóttir, forstöðumaður í síma: 585-5769, netfang: arnabjorg@hafnarfjordur.is

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.

 

Umsóknarfrestur heufr verið framlengdur til og með 10. febrúar 2022.


Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.

 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

 

 

Deila starfi
 
 • Ráðhús Hafnarfjarðar, Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Þjónustuver 585 5500
 • Hafðu samband
 • Kennitala 590169-7579