Leikskólakennari - Víðivellir

side photo

Leikskólinn Víðivellir óskar eftir leikskólakennara í fullt starf.

Leikskólinn Víðivellir er fimm deilda leikskóli í norðurbæ Hafnarfjarðar, í nálægð við margar náttúruperlur, söfn og menningarlíf bæjarins. Helstu áherslur í starfi skólans eru hreyfing og hollir lífshættir en útivera skipar einnig stóran sess í starfinu ásamt því að stuðla að því að hvert og eitt barn fái að njóta sín og þroskast og dafna við hlið vina sinna og kennara.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs
  • Að taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg
  • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst kennari í starfið kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

 

Upplýsingar um starfið veitir Hulda Snæberg Hauksdóttir leikskólastjóri í síma: 555-3599 eða vidivellir@hafnarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 6.júlí 2020

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.