Vaktstjórar - Suðurbæjarlaug

side photo

Vaktstjórar - Suðurbæjarlaug

Lausar eru stöður vakstjóra við Suðurbæjarlaug. Um er að ræða 96-100% stöðugildi í vaktavinnu.

Æskilegt er að viðkomandi aðilar geti hafið störf um miðjan ágúst n.k. eða samkvæmt samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með samræmingu á starfssemi innan vaktar einkum m.t.t öryggisgæslu, þrifa og afgreiðslu.
  • Mönnun forfalla.
  • Samskipti við notendur.
  • Starfar samhliða við hlið samstarfsmanna sinna.
  • Umsjón með þjálfun nýrra starfsmanna.

Hæfniskröfur:

  • Góð almenn reynsla sem nýtist í starfi.
  • Viðkomandi þarf að standast laugarvarðarpróf, þ.e. í námskeið í skyndihjálp og sundpróf.
  • Rík þjónustulund og skipulögð vinnubrögð.
  • Vinna vel í hóp og mikil samskiptahæfni.
  • Geta til að aðlagast breyttum aðstæðum.

 

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður sundstaða í Hafnarfirði, adalsteinnh@hafnarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí 2020

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.


Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins