Sérkennslufulltrúi leikskóla Hafnarfjarðar

side photo

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða sérkennslufulltrúa leikskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að getað hafið störf sem fyrst.

Á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs starfa sálfræðingar, talmeinafræðingar og kennsluráðgjafar ásamt öðru fagfólki sem veita þjónustu til leik- og grunnskóla í Hafnarfirði auk þess að annast stjórnsýslumálefni þeirra hjá sveitarfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veitir faglega forystu, ráðgjöf og stuðning varðandi börn með sérþarfir í leikskólum
 • Situr í og stýrir teymum og verkefnum sem snúa að sérkennslu leikskólabarna
 • Veitir kennurum, stjórnendum og foreldrum leikskólabarna ráðgjöf á sviði sérkennslu og stuðnings við börn með sérþarfir
 • Skipuleggur og fylgir eftir úthlutun til sérkennslu og stuðnings til leikskóla
 • Ráðgefandi starfsfólki leikskóla um kennslufræðilegar útfærslur og einstaklingsnámskrár vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning
 • Tengiliður við félagsþjónustu, heilsugæslu og þriðja stigs stofnanir
 • Tekur þátt í þverfaglegu samráði fagfólks og deilda innan Hafnarfjarðar (Brúin)

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn).
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum, meistaragráða æskileg
 • Góð starfsreynsla í leikskóla, þ.m.t. reynsla af vinnu með börnum með sérþarfir
 • Reynsla af vinnu í opinberri stjórnsýslu
 • Reynsla af vinnu í þverfaglegu teymi
 • Stjórnunarreynsla æskileg.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Jákvæðni, samstarfs- og samskiptafærni
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag stjórnenda í leikskólum (FSL).

Nánari upplýsingar veitir Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, jenny@hafnarfjordur.is og Eiríkur Þorvarðarson, deildarstjóri greiningar- og ráðgjafadeildar, eirikurth@hafnarfjordur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2020.

Umsókn um starfið fylgi greinargóð ferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir hvernig viðkomandi uppfyllir menntunar- og hæfniskilyrði.

Umsókninni fylgi jafnframt afrit af prófskírteinum og leyfisbréf til kennslu.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.