Skóla- og frístundaliði - Lækjarskóli

side photo

Lækjarskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða. Ráðið er í stöðuna sem fyrst.

Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í Lækjarskólafyrir hádegi alla virka daga.

Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins. Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.

Á þessu skólaári hóf Lækjarskóli innleiðingu á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.

Við auglýsum nú eftir einstaklingi sem er jafnframt tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullri þróun starfsins í Lækjarskóla.
Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara
 • Tekur á móti nemendum og aðstoðar
 • Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn
 • Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
 • Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
 • Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Áhugi á faglegu starfi með börnum og unglingum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Pólskukunnátta er kostur
 • Samstarfs- og samskiptahæfni
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
 • Geta til að vinna undir álagi.

Nánari upplýsingar um starfið veita Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri, dogg@laekjarskoli.is,

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur til og með 27. október 2020.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika