Deildarstjóri óskast í nýjan leikskóla - Skarðshlíðarleikskóli

side photo

Ert það þú sem við leitum að?

Nýr leikskóli í Hafnarfirði auglýsir stöðu deildarstjóra lausa til umsóknar.

Skarðshlíðarleikskóli er nýr fjögurra deilda skóli, staðsettur að Hádegisskarði 1.

Hugmyndafræðilegur grunnur skólans tekur mið af lærdómssamfélagi (e. Professional Learning Community) þar sem allir læra saman og áhersla lögð á virka þátttöku við að þróa öflugt skólastarf. Við leggjum áherslu á lýðræði, frumkvæði og lífsgleði í daglegum samskiptum og að auka leikni og færni barnanna í gegnum leikinn. Stefna skólans tekur mið af Fjölgreindakenningu Howards Gardners og Uppeldi til ábyrgðar.

Þar sem þetta er nýr leikskólinn færð þú gullið tækifæri til að taka þátt í að móta námskrá leikskólans, búa til hefðir og starfa í nánu samstarfi við grunnskóla, tónmenntaskóla, íþróttahús og bókasafn, því við verðum öll í sömu byggingunni. Við leggjum áherslu á að skapa góðan starfsanda þar sem allir fá að njóta sín og leggja sitt að mörkum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga
 • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
 • Ber ábyrgð á allri foreldrasamvinnu
 • Önnur verkefni sem skv. starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Reynsla af starfi deildarstjóra í leikskóla er æskileg
 • Reynsla af vinnu á leikskóla er æskileg
 • Góð samskiptahæfni
 • Áhugi á að vinna með börnum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta

Upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristjánsdóttir leikskólastjóri, berglindkrist@hafnarfjordur.is 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.

Umsóknarfrestur til og með 26. janúar 2021.

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá og leyfisbréf kennara.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.