Leikskólakennarar - Leikskólinn Álfaberg

side photo

Leikskólinn Álfaberg óskar að ráða leikskólakennara til starfa í 100% starfshlutfall. Um er að ræða tímabundin störf vegna afleysinga.

Leikskólinn Álfaberg er 5 deilda leikskóli sem er staðsettur á Breiðvangi 42 og það ríkir mikil starfsánægja hjá okkur. Þrír megin áhersluþættir leikskólans eru íslenska, stærðfræði og lífsleikni. Unnið er markvisst að þróun læsis, stærðfræði og snemmtækrar íhlutunar. Í leikskólanum er unnið samkvæmt SMT skólafærni.

Áhersla er lögð á að mynda jákvætt andrúmsloft, unnið er markvisst með starfsánægju og að starfsumhverfið sé skapandi og lærdómsríkt fyrir börn og fullorðna. Á Álfabergi starfar skemmtilegur og metnaðarfullur hópur starfsmanna, við erum lífsglöð, jákvæð og lausnamiðuð.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmann

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af starfi í leikskóla er æskileg
  • Góð íslenskukunátta er skilyrði
  • Þekking á starfsaðferðum SMT er æskileg
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Ef ekki fæst leikskólakennari eða kennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

Nánari upplýsingar um starfið veita Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir leikskólastjóri, liljakolbrun@hafnarfjordur.is og Linda Björk Halldórsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, lindab@hafnarfjordur.is eða í síma 5553021/6645864.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 25. Janúar 2021.

Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.